GG í samstarfi við Erasmus

GG tekur nú í þriðja sinn við húsasmíðanemum frá Þýskalandi, í gegnum Erasmus Evrópusamstarf. Nemendurnir, sem koma frá Walter Gropius Verkmenntaskólanum í Hildesheim, munu dvelja hjá okkur næstu vikurnar.

Hanna, Leonie, Alexander og Felix spennt að láta til sín taka

Með nýjum aðferðum og tækni frá Þýskalandi vonumst við til að nemendur okkar munu ekki aðeins læra, heldur einnig deila þekkingu sinni, sem mun auðga verkefni okkar og leiða til nýsköpunar . Þetta samstarf er ekki aðeins tækifæri fyrir nemendur til að þróa faglega færni sína, heldur einnig til að efla alþjóðleg tengsl og skilning.

Ute Rahlves, skólameistari (t.v.) og Daniela Dau, aðstoðarkona hennar (t.h.), eru einnig með í för, til að styðja við nám og upplifun nemanna

Nemarnir munu vinna við viðbyggingu við Fjörð verslunarmiðstöð í hjarta Hafnarfjarðar en viðbyggingin er um 9.000 m² og samanstendur af verslunarrýmum, þekkingarsetri/nútímalegu bókasafni, hótelíbúðum og 31 lúxusíbúðum, ásamt bílakjallara sem GG byggir nú fyrir Fjörð ehf. 

Nemar ásamt Ása verkstjóra GG og skólameistara komu sér hratt að störfum.

Við erum stolt af því að veita þeim þetta tækifæri og spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þau og okkur.

Framtíðin er björt!

Viðbygging við Fjörð verslunarmiðstöð í Hafnarfirði