GG leitar að fleiri verkefna- og verkstjórum!
Vegna traustrar verkefnastöðu óskum við eftir að ráða fleiri metnaðarfulla og drífandi verkefna- og verkstjóra í stjórnendateymin okkar. Sjá starfslýsingar og hæfniskröfur verkefnastjóra hér og verkstjóra hér.
Leitað er að áreiðanlegum, metnaðarfullum og drífandi einstaklingum sem setja fólk í fyrsta sæti og sýna auk þess fyrirhyggju og ábyrgð í verki.
Hjá okkur starfa verkstjórnendur saman við að stýra uppbyggingu stærri mannvirkja og bera bæði lagalegar skyldur og mikla ábyrgð í starfi. Um er að ræða mjög yfirgripsmikil og fjölbreytt verkefni.
Hlutverk GG Verk er að byggja vönduð mannvirki sem byggð eru innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku og umhyggju fyrir fólki og umhverfi.
Við setjum fólk ávallt í fyrsta sæti og sýnum ábyrgð með því að lágmarka sóun í þágu umhverfisins og viðskiptavina. Við tryggjum áreiðanleika með fyrirhyggju og fyrirbyggjandi lausnum.
GG Verk er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi og sterk liðsheild. Hjá okkur starfa um 120 sérfræðingar í mannvirkjagerð, hver á sínu sviði, sem vilja bjóða nýjum snillingum velkomin í okkar öfluga teymi. Við hvetjum því einstaklinga af öllum kynjum til þess að sækja um.
Óskað er eftir umsóknum, ferilskrám og kynningabréfum í gegnum Alfred.is en umsóknarfrestur rennur út 31. október nk. Umsóknir verða þó teknar til greina og metnar jafnóðum og þær berast.
Hafa má samband við GG Verk í síma 517-1660 og fá frekari upplýsingar um störfin hjá mannauðssérfræðing.