GG fyrsta verktakafyrirtækið til að hljóta viðurkenningu fyrir vandaðan lóðafrágang!
Hafnarfjarðarbær veitti GG Verk viðurkenningu þann 7. september sl. fyrir tvær lóðir sem þóttu skara fram úr í snyrtileika árið 2023 og var það í fyrsta sinn sem bærinn veitti verktakafyrirtæki slíka viðurkenningu.
Verðlaunahátíðin fór fram við sviðið í nýuppgerðu og litríku Hellisgerði í Hafnarfirði.
Veitt voru verðlaun fyrir vandaðan frágang á Lækjargötu 2 og Stekkjarbergi 9. Nokkrar eignir eru enn til sölu á báðum reitum hjá Mikluborg og Ás fasteignasölu.
Tekið af síðu Hafnarfjarðarbæjar um viðurkenningar GG:
“Í fyrsta sinn fengu verktakafyrirtæki viðurkenningu fyrir vandaðan og fallegan frágang á tveimur svæðum. Dvergsreitnum og Stekkjarbergi. Lagður hefur verið metnaður í ganga frá sameiginlegum garðrýmum á faglegan hátt, hellulagðar gönguleiðir með snjóbræðslu, gróðurbeðum og lýsingu. Það skiptir svo miklu máli að nýbyggingar séu gerðar þannig úr grasi að þær falli vel að umhverfinu og að öll garðrými séu aðlaðandi og vel úr garði gerð. Það er ekki alltaf sem verktakafyrirtækin leggja metnað í ganga frá grænum svæðum, en í þessum tveimur tilfellum hefur GG verk staðið sig með mikilli prýði og eru því vel að þessum viðurkenningum komnir.”
Dvergsreiturinn Lækjargötu 2
Hér hefur verið gerð mikil breyting á miðbæjarrými sem tekist hefur verið ákaflega vel. Það sem vekur eftirtekt er að reiturinn tekur mið af umhverfi sínu og þessi húsaklasi er í réttum skala en samt með nútímalegt yfirbragð. Garðrýmið leikur stórt hlutverk fyrir eigendur húsanna, þarna eru göngutengingar, fallegur gróður og yfirbragð allt fágað og fallegt. það er einhvern veginn góður andi á þessum stað.
Arkitektar Dvergsreitsins voru Krads og Trípolí en Landmótun sá um landslagshönnun.
Stekkjarberg 9
Hér hefur einnig tekist einstaklega vel að gera Stekkjarbergið að nútímalegum og fallegum reit í jaðri hins friðaða Stekkjarhrauns. Þessi staður er einstakur í bænum, skjólgóður og með aðgengi að einstakri náttúruperlu með tengingar yfir í upplandið og í miðbæ. Mjög metnaðarfullur frágangur á garðsvæðum með hellulögðum gönguleiðum ásamt lýsingu og fallegum gróðri. Það er svo mikilvægt eins og þessi bæði dæmi sanna, að gera garðrýmin aðlaðandi og falleg. Þau laða til sín fólk og auka á alla ánægju og útiveru og gera gæði svæðanna svo miklu betri. Það að dvelja í fallegu garðrými hafa jákvæð áhrif á alla vegu.
Arkitektar Dvergsreitsins voru ASK arkitektar en Landslag sá um landslagshönnun.
Við erum ákaflega þakklát fyrir viðurkenningarnar og þökkum okkar frábæra mannskapi fyrir vel unnið verk og ekki síst Unnari hjá Lóðaþjónustunni, sem var lóðaverktaki hjá okkur í báðum verkum.
Áfram vandaða og snyrtilega veginn!