Við leitum að fleiri verkefnastjórum og reynslumiklum húsasmiðum!
Leitað er að áreiðanlegum, metnaðarfullum og drífandi einstaklingum sem setja fólk í fyrsta sæti og sýna auk þess fyrirhyggju og ábyrgð í verki.
Verkefnastjóri í mannvirkjagerð
Hjá okkur starfar verkefnastjóri við að stýra uppbyggingu mannvirkis og ber bæði lagalegar skyldur og mikla ábyrgð í starfi. Um er að ræða mjög yfirgripsmikil og fjölbreytt verkefni.
Reynslumikill húsasmiður
Vegna traustrar verkefnastöðu og mikils vaxtar viljum við bæta við okkur fagmenntuðum, framúrskarandi og metnaðarfullum smiðum með haldbæra reynslu af störfum í byggingariðnaði.
“GG Verk er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi og sterk liðsheild. Hjá okkur starfa 160 sérfræðingar í mannvirkjagerð, hver á sínu sviði, sem vilja bjóða öll velkomin í okkar öfluga teymi. Við hvetjum því einstaklinga af öllum kynjum til þess að sækja um. ”