GG hlýtur jafnlaunavottun!

GG Verk hefur nú fengið formlega jafnlaunavottun, sem staðfestir að GG starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST 85:2012 og nær til allra starfsmanna.

Tilgangur og markmið jafnlaunastefnu GG er að stuðla að jafnrétti alls starfsfólks og að fylgja þeirri meginreglu að starfsfólki af öllum kynjum sé greitt jöfn laun og að það njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Hér má sjá jafnlaunastefnu GG en hún byggir á því markmiði að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði er virt í hvívetna og að allt starfsfólk hafi jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þróa hæfileika sína. Jafnlaunastefna GG Verk ehf byggir á jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Áfram til jafnréttis!