Ráðherra ánægður með framkvæmdirnar í FRAM!
Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra heimsótti okkur á dögunum og var verulega ánægður með framkvæmdina á nýrri og glæsilegri íþróttamiðstöð FRAM í Úlfársdal.
Ásmundur, félags og barnamálaráðherra og Helgi, framkvæmdastjóri GG Verk
Helgi, framkvæmdastjóri GG, Ásmundur félags og barnamálaráðherra ásamt forsvarsmönnum FRAM
Við þökkum Ásmundi fyrir heimsóknina og virkilega ánægjulegt að sjá félags og barnamálaráðherra taka þátt í tilhlökkun okkar allra fyrir þessari mikilvægu uppbyggingu Reykjavíkurborgar í Úlfarsdalnum!