Skóflustunga fyrir nýjum golfskála!
Laugardaginn 28. febrúar sl. var 1. skóflustunga tekin fyrir nýjan golfskála fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar - sem GG Verk hefst nú handar við að byggja.
Að því tilefni bauð GG Verk ehf. bæjarstjórum bæjarfélaganna, stjórn og meðlimum klúbbsins til veislu á vinnusvæðinu.
Skóflustunguna tóku bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar, ásamt núverandi og fyrrverandi formönnum GKG
Guðmundur Oddsson, formaður GKG, ávarpar spennta gesti
Að lokinni skóflsustungu var gott að hlýja sér í vinnubúðum GG Verk - og gæða sér á ljúffengum veitingum
Helgi Gunnarsson, meðeigandi GG og yfirmaður framkvæmda samgleðst hér með Agnari Má Jónssyni, framkvæmdastjóra GKG - yfir upphafi framkvæmda