Steinunn Thalia J. Claessen

Tæknimaður og arktektanemi

  • Rýni, samræming og greining á hönnunargögnum

  • Magntaka og samræming á magntöku verkefna

  • Þátttaka í hönnun á innra skipulagi og innkaupum

  • Tæknilegur stuðningur

  • Greiningar og áætlanir

  • Eftirlit og eftirfylgni

    thalia@ggverk.is

Steinunn Thalia er nemi við arkitektúr í Listaháskóla Íslands og hefur starfað hjá okkur samhliða námi frá útskrift á myndlistarbraut MH árið 2022.

Thalia byrjaði að vinna hjá okkur strax að loknu stúdentsprófi, þegar hún var nýstúdent en hafði mikinn áhuga á hönnun og arkitektúr. Hún hóf því störf á þjónustu- og samskiptasviði til að byrja með. Hún komst fljótlega inn í arktektanámið í Listaháskóla Íslands og hefur unnið hjá okkur samhliða náminu síðan.

Hún byrjaði á því að hanna markaðsefni fyrir okkur og setja upp sýningaríbúðir. Fljótlega fór hún þó að láta til sín taka í innanhúss hönnun og sá t.a.m. alfarið um alla innanhúss hönnun fyrir 39 íbúða hótel í Dalbrekku eða Aurora Nooks. Í dag starfar Thalia sem tæknimaður hjá okkur í Firðinum.

Thalia var skiptinemi í listaskóla á Ítalíu vorið 2021 og elskar allt sem er ítalskt. Ekki láta ykkur bregða þótt hún fari að baða höndum eins og Ítalirnir, þegar henni er mikið niðri fyrir! Enda sannkallaður lífskúnstner eins og Ítalarnir.