Bjarki Þórir Kjartansson
Staðarstjóri
Framleiðsla
Skil á tíma og innan kostnaðaráætlunar
Mannauður
Gæði & öryggi
Bjarki Þórir Kjartansson hóf störf hjá okkur sem verkstjóri sumarið 2023 en var fljótur að vinna sig upp í að verða staðarstjóri. Hann er hokinn af reynslu í byggingageiranum og hefur áratuga starfsferil að baki, meðal annars sem eigandi og rekstraraðili fyrirtækisins Tonnatak. Fyrirtæki hans vann að fjölmörgum verkefnum með GG Verk, og við teljum okkur sannarlega ljónheppin að hafa fengið hann í okkar raðir sem fastan stjórnanda.
Bjarki er þekktur fyrir óþrjótandi útsjónarsemi, hæfni til að sinna mörgum verkefnum í einu og jákvæða nálgun í öllum aðstæðum. Hann er margra barna faðir, og má með sanni segja að fjölbreytt verkefni séu hluti af lífsháttum hans – hvort sem það er á vinnustaðnum eða heima. Bjarki lætur ekkert stöðva sig, svo lengi sem hann hefur þýskt þungarokk í eyrunum til að halda sér í stuði.